Misvísandi umræða

Ásgeir Margeirsson
Ásgeir Margeirsson mbl.is

Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri kanadíska jarðhita­fyr­ir­tækið Magma Energy á Íslandi, seg­ir um­mæli Bjark­ar Guðmunds­dótt­ur í viðtali við AFP frétta­stof­una röng og leiða til mis­skiln­ings í umræðunni.

„Eins og umræðan horf­ir við okk­ur er hún mis­vís­andi og upp­full af röng­um upp­lýs­ing­um,“ seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri Magma Energy Ice­land.

Hann full­yrðir að fyr­ir­tækið hafi eng­in áform um að kaupa upp öll orku­fyr­ir­tæki á Íslandi.

„Það er alrangt. Við stefn­um ein­ung­is að einni fjár­fest­ingu í einu orku­fyr­ir­tæki.“

Þá seg­ir Ásgeir að hann von­ist til að samn­inga­gerð um kaup Magma Energy á HS Orku ljúki á næstu dög­um og að fyr­ir­tækið vinni al­gjör­lega í sam­ræmi við ís­lensk lög.

„Eins og lög­in eru nú, og þau eru frek­ar ný­leg, er einka­væðing leyfð sem og er­lend­ir fjár­fest­ar,“ seg­ir Ásgeir og þver­tek­ur fyr­ir að Magma Energy muni eiga eina af verðmæt­ustu auðlind­um Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert