Misvísandi umræða

Ásgeir Margeirsson
Ásgeir Margeirsson mbl.is

Ásgeir Margeirsson, forstjóri kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy á Íslandi, segir ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur í viðtali við AFP fréttastofuna röng og leiða til misskilnings í umræðunni.

„Eins og umræðan horfir við okkur er hún misvísandi og uppfull af röngum upplýsingum,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma Energy Iceland.

Hann fullyrðir að fyrirtækið hafi engin áform um að kaupa upp öll orkufyrirtæki á Íslandi.

„Það er alrangt. Við stefnum einungis að einni fjárfestingu í einu orkufyrirtæki.“

Þá segir Ásgeir að hann vonist til að samningagerð um kaup Magma Energy á HS Orku ljúki á næstu dögum og að fyrirtækið vinni algjörlega í samræmi við íslensk lög.

„Eins og lögin eru nú, og þau eru frekar nýleg, er einkavæðing leyfð sem og erlendir fjárfestar,“ segir Ásgeir og þvertekur fyrir að Magma Energy muni eiga eina af verðmætustu auðlindum Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert