Komist nefndin sem skoða á einkavæðingarferlið í tengslum við sölu á Hitaveitu Suðurnesja og söluna á HS orku til Magma að því að eitthvað sé athugavert verður staðan metin að nýju segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Hún eigi einmitt að leggja mat á úrræði og valkosti í stöðunni.
Nefndin á að skila áliti sínu um miðjan ágúst en hún verður skipuð í dag.
Steingrímur segir ótímabært að tjá sig um orð forsvarsmanna Magma um að þeir kunni að hætta við fjárfestingu hér á landi.