Segulstormur skollinn á

Búast má við því að sterkur segulstormur geti valdið því …
Búast má við því að sterkur segulstormur geti valdið því að norðurljós og suðurljós sjáist nær miðbaug en venja er. hag / Haraldur Guðjónsson

„Það virðist sem segulstormur sé hafinn,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur, um frávik í segulsviðinu sem urðu í kvöld samkvæmt mælingum Segulmælingastöðvarinnar í Leirvogi. Áhrif stórs sólgoss sem varð á sunnudagsmorgun eru því komin til jarðar.

Þorsteinn benti á að rétt fyrir klukkan 18.00 í kvöld hafi sést „högg“ á segulsviðið sem birtist eins og snöggt frávik á línuritinu. Um klukkan 21 jókst óróleikinn til mikilla muna. Þorsteinn sagði greinilegt að eitthvað mikið væri að gerast, enn hefur þó ekkert met verið slegið.

Til dæmis um fyrirbærið er að áttavitastefnan, sem sést á kvarða merktum D, breyttist snögglega um tvær gráður laust eftir klukkan 21.00. Stefnan er á segulskautið nyrðra og er venjulega 346,5° en fór um stund í 344,5°.

Munurinn á þessari stefnu og stefnunni á norðurpólinn (360°) er nefnd misvísun. Hana kannast allir við sem nota áttavita til rötunar eða stefnuákvarðana. Misvísunin jókst því um tvær gráður skamma stund.

Mikið sólgos varð á sunnudagsmorgun og bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti fljótlega að áhrifa þess gæti farið að gæta á jörðu í dag.

Greinilega sést á línuritunum að eitthvað truflar hefðbundið segulsvið jarðar …
Greinilega sést á línuritunum að eitthvað truflar hefðbundið segulsvið jarðar þessa stundina. Raunvísindastofnun HÍ
Sólin snemma morguns 1. ágúst sl. Dökka svæðið ofarlega á …
Sólin snemma morguns 1. ágúst sl. Dökka svæðið ofarlega á sólinni er efni sem skýst út frá sólinni. Mynd/NASA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka