Tímamót í Eyjum

mbl.is/Sigurgeir

Það eru tímamót í flugsögu Vestmannaeyja í dag en það er síðasti dagurinn, sem Flugfélag Íslands sinnir áætlunarflugi til Eyja, að minnsta kosti  í bili. Þá hætti Bragi Ingiberg Ólafsson störfum í dag eftir tæplega 40 ára ára starf  sem umdæmisstjóri hjá Flugfélagi Íslands.

Kveðjuhóf fyrir Braga var haldið í Flugstöðinni í Eyjum í dag og komu margir fyrrverandi starfsmenn félagsins í Eyjum þangað auk forsvarsmanna Flugfélags Íslands og starfsmanna flugmálayfirvalda.

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, afhenti Braga viðurkenningu, flugstjórahúfu með áletruðum gullskildi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert