Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sagði við blaðamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að hann hafi vitað að Runólfur Ágústsson, nýskipaður umboðsmaður skuldara, hafi tapað fé í viðskiptum. Hann hafi þó ekki vitað nákvæmlega hvernig hans skuldamálum væri háttað.
Árni Páll sagðist hafa óskað eftir upplýsingum frá Runólfi um skuldaskil. Hann segir mestu skipta að umboðsmaður skuldara hafi ekki notið fyrirgreiðslu umfram almenning.
Árni sagði að rökin fyrir ráðningu Runólfs verði birt fljótlega.