Vissi að Runólfur tapaði fé

00:00
00:00

Árni Páll Árna­son fé­lags­málaráðherra sagði við blaðamenn að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un að hann hafi vitað að Run­ólf­ur Ágústs­son, ný­skipaður umboðsmaður skuld­ara, hafi tapað fé í viðskipt­um. Hann hafi þó ekki vitað ná­kvæm­lega hvernig hans skulda­mál­um væri háttað.

Árni Páll sagðist hafa óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá Run­ólfi um skulda­skil. Hann seg­ir mestu skipta að umboðsmaður skuld­ara hafi ekki notið fyr­ir­greiðslu um­fram al­menn­ing. 

Árni sagði að rök­in fyr­ir ráðningu Run­ólfs verði birt fljót­lega.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra
Árni Páll Árna­son fé­lags­málaráðherra
Runólfur Ágústsson.
Run­ólf­ur Ágústs­son.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka