Tólf dagar til að ljúka rannsókn

HS Orka
HS Orka mbl.is/Ómar

„Upphaflega var talað um miðjan ágúst. Ég er ekki sannfærð um að það dugi þó við gerum okkar besta, en ég vona að það verði samt hægt í þessum mánuði.“

Þetta segir Hjördís Hákonardóttir, fv. hæstaréttardómari og nýskipaður formaður nefndar sem forsætisráðherra skipaði í gær til að meta lögmæti kaupa Magma Energy á HS Orku, í Morgunblaðinu í dag.

Ríkisstjórnin ákvað 27. júlí sl. að vinda ofan af þeirri niðurstöðu að HS Orka væri komin í meirihlutaeigu einkaaðila. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 27. júlí kemur fram að nefndin skuli skila niðurstöðum um lögmæti kaupa Magma, gegnum sænskt dótturfélag, fyrir 15. ágúst. Nefndin hefur þannig tólf daga frá skipan til að komast að niðurstöðu. Hjördís kveður tímann knappan og vill heldur að gefinn verði lengri tími til að skila betra verki.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir verkefnið skýrt og afmarkað. „Við bindum vonir við að þau geti lokið því á þessum tíma eða sem næst því. Svo verður bara að koma í ljós hvernig það gengur,“ segir Steingrímur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert