Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 1,5 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar fyrir tímabilið 20. júní til 19. júlí. Greitt var til um 13.300 einstaklinga.
Upphæð atvinnuleysistrygginga fyrir júní 2010 nam 1.854.937.135 krónum og var þá greitt til 15.325 einstaklinga. Fyrir maí greiddi Vinnumálastofnun 1,9 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar til 15.700 einstaklinga. Í apríl nam heildarupphæð atvinnuleysistrygginga 2.048.037.168 króna og var þá greitt til 16.144 einstaklinga og heildargreiðslur vegna mars námu 2.018.068.645 krónum og var greitt til 16.726 einstaklinga.