Ásta Stefánsdóttir verður næsti framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, en hún hefur starfað sem bæjarritari sveitarfélagsins frá árinu 2006 og jafnframt verið staðgengill bæjarstjóra.
Tillaga um að Ásta verði ráðin verður lögð fyrir bæjarráðsfund í fyrramálið. Sjálfstæðismenn erum með hreinan meirihluta í sveitarfélaginu. 44 sóttu um starfið.
Áður en Ásta hóf störf hjá Sveitarfélaginu Árborg starfaði hún sem fulltrúi hjá Sýslumanninum á Selfossi og staðgengill sýslumanns. Þá var hún settur dómari við Héraðsdóm Suðurlands um nokkurt skeið. Ásta er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur að auki aflað sér menntunar á ýmsum sviðum opinberrar stjórnsýslu. Eiginmaður hennar er Aðalbjörn Þ. Baldursson og eiga þau tvær dætur. Þau hafa verið búsett á Selfossi s.l. þrjú ár, en bjuggu áður á Stokkseyri.