Eldsneyti hækkar

Skeljungur hækkaði verð á eldsneyti í gær og N1 hefur fylgt í þau fótspor í dag. Er verð á bensínlítranum nú 198,40 krónur hjá N1 og lítrinn af dísilolíu kostar 193,40 krónur.

Önnur olíufélög hafa ekki hækkað verð enn. Hjá Olís kostar bensín 193,40 krónur og dísilolía  190,40 krónur. Ódýrasta eldsneytið er á stöðvum Orkunnar þar sem bensín kostar 193 krónur og dísilolía 193 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert