Húsavík í stað Akureyrar

Flugfélag Íslands mun fljúga til Húsavíkur ef slökkviliðsmenn á Akureyri …
Flugfélag Íslands mun fljúga til Húsavíkur ef slökkviliðsmenn á Akureyri fara í verkfall á föstudaginn kemur. Reuters

Flugfélag Íslands mun fljúga áætlunarflug til Húsavíkur næstkomandi föstudag í stað Akureyrar komi til boðaðs verkfalls slökkviliðsmanna. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að flýta fyrstu tveimur brottförum föstudagsins þannig að flugvélarnar lendi áður en til boðaðs verkfalls kemur.

Í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands segir einnig að komi til verkfallsins verði aðrar ferðir á föstudag farnar til Húsavíkur. Farþegar verða svo fluttir með hópferðabílum milli flugvalla á Akureyri og Húsavík.

Félagið kveðst muni hafa samband við farþega sem eiga bókað flug á föstudag milli Akureyrar og Reykjavíkur og láta þá vita um breytingar sem verða á þeirra ferðum. Farþegar geta einnig haft samband við þjónustuver Flugfélags Íslands í síma 570 3030.

Flugfélagið kveðst vona að samkomulag náist í kjaradeilunni svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Það segir að kostnaður félagsins og óþægindi farþega séu mikil vegna deilu sem Flugfélag Íslands á ekki aðild að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert