Ranglega haft eftir Björk

Björk Guðmundsdóttir
Björk Guðmundsdóttir Eggert Jóhannesson

Björk Guðmunds­dótt­ir seg­ir rangt haft eft­ir sér í frétt AFP í gær, þar sem fram kom að hún teldi Magma Energy vinna með Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og ágirn­ast all­ar orku­auðlind­ir lands­ins.

Hún seg­ist ein­ung­is hafa svarað tveim­ur spurn­ing­um um Mag­ma­málið sem hafi læðst inn á blaðamanna­fundi vegna frum­sýn­ing­ar á kvik­mynd­inni um Múmí­nálf­ana.

„Ég sagði að það hefði oft gerst að Magma komi til landa sem hafi þurft á hjálp AGS að halda. Lönd­in væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlind­um á mjög lágu verði.“

Þá seg­ir söng­kon­an að blaðamanni hljóti að hafa mis­heyrst, hún hafi ekki sagt að Magma hefði sýnt fimm orku­fyr­ir­tækj­um áhuga, held­ur fimm öðrum stöðum á land­inu.

Í yf­ir­lýs­ingu til mbl.is seg­ir Björk að hún hafi svarað spurn­ing­um 200 blaðamanna um Múmí­nálf­ana í 4 klukku­stund­ir og svör henn­ar um Mag­ma­málið hafi skol­ast til.

Yf­ir­lýs­ing Bjark­ar:

„Af gefnu til­efni vil ég leiðrétta nokkra hluti.

Í gær var ég í Hels­inki og svaraði spurn­ing­um 200 blaðamanna um múmí­nálf­anna í 4 klukku­stund­ir.

Á blaðamanna­fund­in­um lædd­ust inn 2 spurn­ing­ar um Mag­ma­málið.

Þegar ég síðan kíkti á netið í dag sá ég að sum svör­in höfðu skol­ast til.

Málið er nógu flókið og um­deilt fyr­ir, að ekki sé farið með rangt mál í ofanálag.

Hér koma leiðrétt­ing­ar á aðal mis­skiln­ing­un­um:

1. Ég sagði ekki að ég teldi að Magma og AGS væru að vinna sam­an. Ég sagði að það hefði oft gerst að Magma komi til landa sem hafi þurft á hjálp AGS að halda. Lönd­in væru þá á barmi gjaldþrots og Magma keypti aðgang að auðlind­um á mjög lágu verði.

2. Ég sagði ekki að Magma ætlaði að kaupa upp all­ar orku­auðlind­ir lands­ins. Ég sagði að Magma hefði haft sam­band við alla­veg­anna fimm aðra staði á land­inu. Og var þá að tala um sýnd­an áhuga fyr­ir­tæk­is­ins á Hruna­manna­af­rétti, Öræf­um, Reykja­hlíð, Vog­um, Bjarn­ar­flags­virkj­un, Kerl­inga­fjöll­um og Krísu­vík. Mér sýn­ist að “5 places” hafi breyst í “5 energy comp­anies”.



Með hlýju og fyr­ir­fram þökk.


Björk.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert