Samfylkingin á þingflokksfundi

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur verið boðaður til fundar. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ætlar á fundinum að gera grein fyrir stöðu mála varðandi ráðningu umboðsmanns skuldara.

Lögfræðingar í félagsmálaráðuneytinu hafa í dag verið að fara yfir þá stöðu sem upp kom eftir að Runólfur Ágústsson ákvað að segja starfi umboðsmanns skuldara lausum eftir að hafa gengt því í einn dag. Árni Páll óskaði eftir skriflegu lögfræðiálit þar sem m.a. verður fjallað um hvort nauðsynlegt er að auglýsa starfið að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert