Stýrið stakkst í kviðinn

Drengurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans.
Drengurinn var fluttur á slysadeild Landspítalans.

Drengur fæddur 1998 datt á reiðhjóli á bröttum göngustig við Digranesveg í Kópavogi í dag. Við fallið rakst annar stýrisendinn í kviðinn á drengnum svo hann meiddist. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans. Tilkynnt var um slysið klukkan 15.43.

Áverkarnir reyndust vera minniháttar, að sögn vakthafandi læknis á bráðadeild Landspítalans. Til stóð að drengurinn yrði á sjúkrahúsinu í nótt til eftirlits.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka