Telur að auglýsa þurfi að nýju

Sigurður Líndal lagaprófessor telur að auglýsa þurfi stöðu umboðsmanns skuldara að nýju. Ástæðuna segir hann þá að búið sé að skipa í stöðuna og segja henni lausri. Hann segir þetta þó hugsanlega ákveðna formdýrkun í ljósi þess hve Runólfur Ágústsson gegndi starfinu í skamman tíma.

Hann segir málið fordæmalaust hér á landi en minnist um leið dansks ráðherra sem gegndi ráðherraembætti þar í landi í einn dag fyrir hundrað árum og gekk undir nafninu „ministren som aldrig sov" eða ráðherrann sem aldrei svaf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert