„Það eina rétta í stöðunni“

Ásta S. Helgadóttir fyrrverandi forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Ásta S. Helgadóttir fyrrverandi forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Kristinn Ingvarsson

„Þetta var það eina rétta í stöðunni,“ sagði Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stöðumaður Ráðgjafa­stofu um fjár­mál­heim­il­anna, um ákvörðun Run­ólfs Ágústs­son­ar að segja af sér sem umboðsmaður skuld­ara.

Ásta óskaði fyr­ir helgi eft­ir upp­lýs­ing­um frá fé­lags­málaráðuneyt­inu um ráðningu í embætti umboðsmanns skuld­ara. Hún óskaði eft­ir rök­stuðningi ráðherra fyr­ir ráðning­unni og eins vildi hún fá að sjá hæfn­ismatið sem lá til grund­vall­ar ráðning­unni. Ásta sagði í morg­un að hún væri ekki búin að fá gögn­in, en bréfi sínu óskaði hún eft­ir að fá þau eigi síðar en 10. ág­úst.

Ásta sótti um starf umboðsmanns skuld­ara og var hún og Run­ólf­ur tal­in hæf til að gegna því, en Run­ólf­ur þó hæf­ari. Ásta sagðist ekki geta svarað því strax hvort hún hefði enn áhuga á að gegna starf­inu. Ráðuneytið væri ekki búið að taka ákvörðun um hvernig brugðist yrði við þess­ari stöðu. Það lægi t.d. ekki fyr­ir hvort staða umboðsmanns skuld­ara yrði aug­lýst að nýju. Hún sagðist held­ur ekki geta svarað því hvort hún myndi sækja um ef aug­lýst yrði að nýju.

Vand­séð er hins veg­ar hvernig fé­lags­málaráðherra get­ur gengið fram­hjá Ástu Sigrúnu ef það tek­ur ákvörðun um að aug­lýsa ekki stöðuna að nýju. Þar sem aðeins tveir um­sækj­end­ur voru tald­ir hæf­ir til að gegna starf­inu, þ.e. Run­ólf­ur og Ásta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert