Undirbýr stjórnlagaþing

Alþingi samþykkti í vor lög um stjórnlagaþing.
Alþingi samþykkti í vor lög um stjórnlagaþing. Árni Sæberg

 Und­ir­bún­ings­nefnd stjórn­lagaþings hef­ur ráðið Þor­stein Fr. Sig­urðsson rekstr­ar­hag­fræðing sem fram­kvæmda­stjóra und­ir­bún­ings­nefnd­ar stjórn­lagaþings. Þor­steinn hef­ur þegar hafið störf.

Þor­steinn var í 16 ár fram­kvæmda­stjóri Banda­lags ís­lenskra skáta. Þor­steinn hef­ur tvö­falda B.A. gráðu í viðskipta­fræðum frá Memp­his-há­skóla í Memp­his í Banda­ríkj­un­um, MIM/​MBA gráðu frá Thund­er­bird – School of Global Mana­gement í Phoen­ix í Banda­ríkj­un­um og meist­ara­gráðu í lög­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.


        Fram­kvæmda­stjóri und­ir­bún­ings­nefnd­ar stjórn­lagaþings starfar í umboði nefnd­ar­inn­ar að þeim verk­efn­um sem nefnd­inni eru fal­in.  Nefnd­inni er ætlað að und­ir­búa stofn­un og starf­semi stjórn­lagaþings­ins, sem kem­ur sam­an 15. fe­brú­ar 2011,  ásamt því að vinna að und­ir­bún­ingi fyr­ir þjóðfund  sem hald­inn verður til und­ir­bún­ings fyr­ir stjórn­lagaþingið. Þá er und­ir­bún­ings­nefnd­inni ætlað að und­ir­búa kynn­ingu á starf­semi stjórn­lagaþings­ins og setja upp vefsíðu þess, út­vega hús­næði og und­ir­búa ráðningu starfs­manna þings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert