Allir hafa hækkað eldsneyti

Öll olíufélög hafa nú hækkað eldsneyti og er ódýrasta bensínið á landinu nú á stöðvum Orkunnar, 197 krónur lítrinn og. Þar kostaði bensínið 193 krónur í gær. Dísilolían kostar nú 193 krónur lítrinn hjá Orkunni. Hæst er eldsneytisverðið á stöðvum N1, 198,40 krónur bensín og 193,40 krónur dísilolía.

Að sögn Hermanns Guðmundssonar, forstjóra N1, má rekja hækkunina til mikillar hækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu. Sú hækkun stafar af betri horfum á alþjóðamörkuðum.

„Efnahagslífið í Bandaríkjunum og Evrópu er að rétta úr kútnum og þá fylgir yfirleitt aukin eftirspurn eftir olíu. Svo er ágúst stærsti ferðamánuður Evrópubúa, sala á bensíni og dísilolíu eykst mikið og þá vill verðið stökkva af stað.“

Gengi dollars ræður miklu

Hann segir mikla óvissu vera um hvort olíuverð muni hækka eða lækka í haust. „Sögulega lækkar oftast bensínið á þessum tíma. En um það er erfitt að spá. Ég væri sennilega í vitlausu starfi ef ég gæti spáð með einhverri vissu um þessa þróun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert