Ekkert nýtt við hótanir Norðmanna og ESB

Makríll veiðist í miklu magni við Ísland.
Makríll veiðist í miklu magni við Ísland.

„Það er ekkert nýtt að Norðmenn og Evrópusambandið hóti okkur vegna markrílveiða,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ um samþykkt uppsjávarfiskútgerða í ESB og í Noregi sem hvetja til þess að sett verði allsherjar löndunarbann á allar ferskar og frosnar sjávarafurðir frá Íslandi og Færeyjum.

„Þeir hafa bara enga lagalega stöðu í málinu vegna þess að þarna er um deilistofn að ræða og við erum að veiða í íslenskri lögsögu. Við vitum að það er ólga innan þessara samtaka sem vilja stöðva veiðar okkar og dreifingu á fiski og merkja okkar skip sem ólögleg. Það er hins vegar enginn lagalegur grundvöllur fyrir slíkum aðgerðum af hálfu ESB eða Norðmanna. Það væri miklu eðlilegra að þeir tækju okkur að samningaborðinu og semdu við okkur,“ segir Adolf.

Adolf telur ólíklegt að reynt verði að semja um markrílinn fyrr en kannski í vetur. „Ég hef ekki trú á því að þá náist samningar vegna þess að ESB hefur ekki viljað viðurkenna að það veiðist markríll innan íslenskrar lögsögu.“

Hafró er að kortleggja dreifingu makrílsins við landið. Veiðar íslenskra skipa hafa einnig gengið mjög vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka