Fundur, sem hófst klukkan 13:30 í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga í húsi ríkissáttasemjara stendur enn. Við jákvæðari tón hefur kveðið í viðræðunum í dag en að undanförnu.
Slökkviliðsmenn hafa boðað til verkfalls á morgun frá klukkan 8 til 24 hafi ekki náðst samningar áður.
Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri,
Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sagði við mbl.is síðdegis, að verið væri
að skoða ákveðnar hugmyndir sem ríkissáttasemjari hefði lagt fram þó svo fátt nýtt væri í stöðunni.