Hafnaði boði um forgang

Forsætisráðherra hafnaði boði um að fara frá borði í Reykjavík …
Forsætisráðherra hafnaði boði um að fara frá borði í Reykjavík meðan aðrir farþegar sætu sem fastast Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og aðstoðarmaður hennar, Hrannar B. Arnarsson, voru meðal farþega í einni af þeim farþegaþotum sem þurftu að lenda á Reykjavíkurflugvelli í morgun, sökum þoku í Keflavík.

Pressan greinir frá þessu og segir að farþegar hafi þurft að sitja í vélunum á Reykjavíkurflugvelli þar til hægt var að fljúga til Keflavíkur.

Starfsfólk farþegaþotunnar, sem var að koma frá Kanada, hafi þó boðið Jóhönnu og föruneyti hennar að ganga frá borði á Reykjavíkurflugvelli en hún hafi hafnað boðinu með orðunum: „Eitt skal yfir alla ganga.“

Ráðherrann hafi því setið sem fastast þar til þokunni létti og flogið var til Keflavíkurflugvallar þar sem farþegar komust loks frá borði eftir töfina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert