Icesave er skaðabótamál

Icesave.
Icesave.

Deil­an um Ices­a­ve-inn­láns­reikn­ing­ana við bresk og hol­lensk stjórn­völd er í eðli sínu fyrst og fremst skaðabóta­mál frá laga­leg­um sjón­ar­hóli. Þetta er staðfest í svari fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Laga­pró­fess­or seg­ir að höfða yrði mögu­legt skaðabóta­mál vegna máls­ins fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Í svari fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar kem­ur enn­frem­ur fram viður­kenn­ing á því að mörg inn­stæðutrygg­inga­kerfi inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hafi verið gölluð og að mun­ur­inn á Íslandi og öðrum ríkj­um sem bund­in voru af til­skip­un sam­bands­ins hafi verið sá að ekki reyndi með sama hætti á gall­ana ann­ars staðar og hér á landi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert