Lentu í Reykjavík vegna þoku

Farþegavél Icelandair bíður á Reykjavíkurflugvelli.
Farþegavél Icelandair bíður á Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/GSH

Fjórar farþegaflugvélar lentu á Reykjavíkurflugvelli í morgun en of mikil þoka var í Keflavík til að þær gætu lent þar.

Um er að ræða tvær vélar frá Iceland Express og tvær vélar frá Icelandair. Þær voru allar að koma frá Bandaríkjunum.

Nú bíða vélarnar á Reykjavíkurflugvelli og munu fljúga yfir á Keflavíkurflugvöll og leið og það er talið gerlegt.

Útlit er fyrir að þokunni sé að létta þó þar sem tvær flugvélar lentu þar um hálf átta leytið, ein fraktvél og ein farþegavél frá Icelandair.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er ekki er um eiginlega lokun á Keflavíkurflugvelli að ræða en flugrekstraraðilar meta aðstæður hverju sinni og taka ákvarðanir um hvort þeir telji vélum sínum fært að lenda eða taka á loft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert