Landgræðslan óttast að ef ekkert verður að gert þá muni lúpína verða allsráðandi í hluta Þórsmerkur og berast síðan niður alla Markarfljótsaura, nema þar sem einhver beit er. Í ár neituðu forsvarsmenn Skógræktar ríkisins Landgræðslunni um heimild til að eyða lúpínu í Þórsmörk og á Goðalandi.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Landgræðslan hefur sent frá sér vegna umfjöllunar sem birtist á mbl.is og vef Skógræktarinnar í gær um eyðingu lúpínu.