Þáttur endurskoðenda í hruni íslenska bankakerfisins er til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins, og er niðurstöðu að vænta innan skamms.
Allir endurskoðendurnir, sem skrifuðu upp á reikninga föllnu bankanna og stóru fjármálafyrirtækjanna, eru enn að störfum hjá sömu fyrirtækjum og þeir störfuðu hjá yfir hrun.
Húsleit var gerð hjá KPMG og PricewaterhouseCoopers í október á síðasta ári vegna rannsóknar sérstaks saksóknara.