Sauðaþjófar sem veiða sér til matar

Sauðfé
Sauðfé mbl.is/Golli

Frétta­vef­ur­inn Skessu­horn seg­ir frá því í dag að borið hafi á sauðaþjófnaði í tvígang í Borg­ar­f­irði og Döl­um í vik­unni. Síðast í gær hafi fund­ist leif­ar af lambi í Norðurár­dal og hafði kjötið af því verið hirt. Sam­bæri­legt hræ fannst að sögn Skessu­horns und­ir brú yfir Miðá í Mið-döl­um á mánu­dag­inn.

Að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­byggð og Döl­um voru aðfar­ir svipaðar á báðum stöðum og þjóf­ur­inn virðist kunna vel til verka. Skessu­horn hef­ur eft­ir Helga Kristjáns­syni, fyrr­um frí­stunda­bónda í Ólafs­vík, að lík­lega sé um að ræða æv­in­týra­gjarna ferðamenn. „Ég þori að full­yrða að þetta eru ekki Íslend­ing­ar, held­ur tel ég að þarna séu á ferð út­lend­ing­ar sem koma til lands­ins í þeim til­gangi að lifa á land­inu," sagði Helgi í sam­tali við Skessu­horn.

Helgi tel­ur að ferðamenn í þess­um hug­leiðing­um ferðist um á hús­bíl­um og veiði sér til mat­ar. Hann hafi sjálf­ur þurft að reka nokkra slíka úr veiðivötn­un­um. Í fyrra hafi nokk­ur lömb horfið við Jök­ul­háls og víða á Snæ­fellsnesi og telji hann sauðaþjófa ábyrga fyr­ir því, þeir ferðist um fá­farna vegi og séu á ferð snemma dags. „Þó svo að Íslend­ing­ar séu eng­ir engl­ar þá kunna þeir þetta ekki og nenni þessu ekki. Ég tel að fólk verði að gefa þessu ferðafólki gaum," hef­ur Skessu­horn eft­ir Helga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert