Stjórnvöld áforma að skerða tekjur Ríkisútvarpsins um 9-10%, eða sem nemur 320 milljónum en á tæpu tveggja ára tímabili hefur nú þegar verið skorið niður um fjórðung í fyrirtækinu.
„Þetta er mjög sorglegt,“ segir Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag. „Ríkisútvarpið finnst mér vera fjöregg þjóðarinnar. Maður verður auðvitað bæði reiður og hræddur þegar svona fréttir berast“.
Útvarpsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið á dögunum að erfitt gæti orðið að velja á milli þess að skera niður hjá fréttaþjónustu og menningu. Fréttastofan myndi ekki þola frekari niðurskurð. Kristín leggur áherslu á að menningin megi þar alls ekki bíða lægri hlut.