Stærsta skip flotans í höfn

Kristina EA 410
Kristina EA 410 Mynd Gunnar Anton af bloggvef Sigga Davíðs

Stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans Kristina EA 410 kom til hafnar á Akureyri í morgun eftir vikulanga siglingu frá Las Palmas. Skipið mun á næstu dögum halda til síldar- og makrílveiða hér við land. Skipstjóri á Kristinu EA er Arngrímur Brynjólfsson og eru 35 í áhöfn þess.

Samherji hf. eignaðist skipið (áður Engey RE) árið 2007 og hefur það að mestu verið í leigu síðan, við veiðar úti fyrir ströndum Afríku.

 Aflinn verður unninn um borð en skipið er búið öflugum búnaði fyrir frystingu á aflanum og einnig er fiskimjölsverksmiðja í skipinu, að því er fram kemur á vef Samherja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert