Forsætisráðherra vill ekki staðfesta skipun Sveins Margeirssonar, doktors í iðnaðarverkfræði, í nefnd, sem á að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi.
Er ástæðan fjölskyldutengsl Sveins við Unni G. Kristjánsdóttur, formann nefndar um erlenda fjárfestingu.
Sveinn sagði í fréttum Sjónvarpsins, að verði hann ekki skipaður í nefndina muni hann væntanlega sjálfur skoða málið og birti það sem hann kemst að.