Delta Air Lines hefur flug til Íslands

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tilkynnti í dag að það muni á næsta ári bjóða upp á beint flug á milli New York og Íslands. Áætlunarflugið hefst þann 1. júní 2011 að óbreyttu. Flogið verður daglega á milli John F. Kennedy flugvallar og Leifsstöðvar í Keflavík í 170 sæta Boeing 757-200 farþegaflugvél.

Einnig verður boðið upp á tengiflug á milli Minneapolis og New York í tengslum við flugið til og frá Íslandi. Delta hefur á síðustu mánuðum aukið talsvert þjónustu sína frá New York og m.a. boðið upp á nýjar flugleiðir til Amsterdam, Brussel, Manchester, Stokkhólms og Kaupmannahafnar. Ísland er nýjasta viðbótin í alþjóðlegum flugleiðum félagsins. Miðasala verður opnuð frá og með laugardeginum 14. ágúst næstkomandi.

Flogið verður daglega og verður brottför frá New York klukkan  23:35 og komið til Keflavíkur klukkan 9:20 morguninn eftir. Þá fara vélarnar héðan klukkan 10:50 og koma til New York 12:55.

Delta er eitt af stærstsu flugfélögum í heimi þjónustar yfir 160 milljón flugfarþega á ári hverju og flýgur til 267 áfangastaða í 65 löndum.

Tilkynning Delta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert