Fyrsta flugvélin lent á Húsavík

Fyrstu farþegarnir ganga inn í flugstöðina á Aðaldalsflugvelli.
Fyrstu farþegarnir ganga inn í flugstöðina á Aðaldalsflugvelli. mbl.is/Atli

Mikið líf er nú í tusk­un­um á Aðal­dals­flug­velli á Húsa­vík þar sem fyrsta vél Flug­fé­lags Íslands lenti nú síðdeg­is, í stað þess að fljúga til Ak­ur­eyr­ar vegna verk­falls slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna.

Flogið verður til og frá Húsa­vík fram eft­ir kvöldi og eru fjór­ar vél­ar til viðbót­ar vænt­an­leg­ar í kvöld, en verk­fall­inu lýk­ur á miðnætti  og eft­ir það verður lent á Ak­ur­eyri aft­ur sam­kvæmt áætl­un. Þangað til mun rúta flytja flug­f­arþega áfram frá flug­stöðinni til Ak­ur­eyr­ar.

Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn hafa gagn­rýnt Flug­fé­lag Íslands fyr­ir að fljúga til Húsa­vík­ur á meðan verk­fallið stend­ur og segja það í raun verk­falls­brot. Eng­in mót­mæli voru þó á Aðal­dals­flug­velli við komu vél­ar­inn­ar.

Þvert á móti rík­ir raun­ar hátíðarstemn­ing í Aðal­dal að sögn frétta­rit­ara Morg­un­blaðsins, þar sem heima­menn taki auk­inni um­ferð ferðamanna fagn­andi en reglu­bundið farþega­flug hef­ur ekki verið til Húsa­vík­ur í ár­araðir. „Hér er stút­full flug­stöð af fólki bæði að koma og fara, allt hef­ur gengið eins og smurt og hér er boðið upp á kaffi og meðlæti og Þing­ey­ing­ar eru mætt­ir með bæk­linga að kynna Þing­eyj­ar­sýslu fyr­ir flug­f­arþegum, Detti­foss, Ásbyrgi og fleira."

Lít­il sem eng­in starf­semi hef­ur verið í flug­stöðinni í Aðal­dal lengi og segj­ast heima­menn ekki hafa séð Fokk­er flug­vél þar í mörg ár en Flug­fé­lag Íslands hætti áætl­un­ar­flugi þangað um alda­mót­in.

Eva María Hilmarsdóttir flugfreyja og Vignir Örn Guðnason flugstjóri fyrir …
Eva María Hilm­ars­dótt­ir flug­freyja og Vign­ir Örn Guðna­son flug­stjóri fyr­ir fram­an flug­stöðina í Aðal­dal. mbl.is/​Atli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert