Noregskonungur kemur í laxveiði

Haraldur kom síðast 2007, vegna opnunar Snorrastofu.
Haraldur kom síðast 2007, vegna opnunar Snorrastofu. mbl.is/Árni Sæberg

Har­ald­ur fimmti Nor­egs­kon­ung­ur kem­ur til lands­ins í næstu viku og held­ur til laxveiða í Vatns­dalsá í Húnaþingi. Heim­sókn­in til lands­ins er óform­leg og veiðin í boði vin­ar kon­ungs­ins.

Pét­ur Pét­urs­son, leigutaki Vatns­dals­ár, staðfest­ir þetta í sam­tali við Morg­un­blaðið. Pét­ur seg­ir að þetta sé hóp­ur af körl­um sem séu alda­vin­ir og þetta verði slík karla­ferð. Sonja Nor­egs­drottn­ing verður því ekki með í för og reynd­ar eng­ir aðrir kon­ung­born­ir gest­ir, að sögn Pét­urs.

Spurn­ing er hvort Har­ald­ur fái lax, enda veiði víða afar slök núna. Pét­ur seg­ir þó ágæt­an gang í ánni og nýj­ar göng­ur haldi áfram að ber­ast.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert