Noregskonungur kemur í laxveiði

Haraldur kom síðast 2007, vegna opnunar Snorrastofu.
Haraldur kom síðast 2007, vegna opnunar Snorrastofu. mbl.is/Árni Sæberg

Haraldur fimmti Noregskonungur kemur til landsins í næstu viku og heldur til laxveiða í Vatnsdalsá í Húnaþingi. Heimsóknin til landsins er óformleg og veiðin í boði vinar konungsins.

Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið. Pétur segir að þetta sé hópur af körlum sem séu aldavinir og þetta verði slík karlaferð. Sonja Noregsdrottning verður því ekki með í för og reyndar engir aðrir konungbornir gestir, að sögn Péturs.

Spurning er hvort Haraldur fái lax, enda veiði víða afar slök núna. Pétur segir þó ágætan gang í ánni og nýjar göngur haldi áfram að berast.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert