Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á búvörulögum þar sem fyrirhugað er að lögfesta refsifyrirkomulag gagnvart tilteknum rekstraraðilum sem hafa hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir íslenska neytendur. Þetta kemur fram í umsögn Samkeppniseftirlitsins sem send hefur verið sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.
Telur Samkeppniseftirlitið að með frumvarpinu sé verið að þrengja enn frekar að samkeppni en áður og samkeppnishömlur festar enn frekar í sessi.
Með lagafrumvarpinu sé verið að festa í sessi alvarlegar samkeppnishömlur sem á heilbrigðum samkeppnismarkaði fæu í sér brot á samkeppnislögum og mikinn skaða fyrir almenning. „Frumvarpið felur því í sér að mati Samkeppniseftirlitsins alvararlegar aðgangshindranir, hefur hamlandi áhrif á framleiðslu- og hagræðingarmöguleika bænda og takmarkar samkeppni í vinnslu og sölu mjólkurafurða neytendum til tjóns."