Sendu yfirlýsingu til erlendra miðla

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ
Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ mbl.is

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur sent erlendum fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem Ísland er sagt eiga fullan rétt á að veiða makríl innan íslensku efnahagslögsögunnar, rétt eins og Norðmenn og aðildarríki Evrópusambandsins hafi rétt til makrílveiða innan sinna eigin efnahagslögsagna.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttatilkynningar nokkurra samtaka í sjávarútvegi í Noregi og innan Evrópusambandsins, þar sem makrílveiðar Íslendinga voru sagðar óábyrgar.


„Ísland er í í fullum rétti til að veiða makríl innan íslenslu efnahagslögsögunnar, rétt eins og Norðmenn og aðildarríki Evrópusambandsins hafa rétt til makrílveiða innan sinna eigin efnahagslögsagna. Makrílveiðar Íslendinga eru því jafnlögmætar og makrílveiðar Noregs og Evrópusambandsríkjanna," segir m.a. í yfirlýsingunni og fylgir henni minnisblað um makrílveiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert