„Ef ég hefði vitað af þessum mæli fyrir ferðina hefði ég haft með mér smámynt og borgað í mælinn á meðan verkefnið stóð yfir.“
Þannig mælir Sigurður Harðarson rafeindavirkjameistari sem ásamt fleirum fór upp á Hlöðufell í Árnessýslu á miðvikudag til að lagfæra þar sameiginlegan VHF-endurvarpa björgunarsveitanna og 4x4 jeppaklúbbsins.
Í ferðinni rakst hópurinn á stöðumæli sem hafði verið komið kirfilega fyrir rétt við vörðuna á toppi fjallsins. „Einhver grínisti hefur greinilega komið þessu fyrir. Vel hefur verið gengið frá undirstöðum eins og honum sé ætlað að standa þarna um ókomna framtíð,“ segir Sigurður.