Yfirveðsett fjárhagsaðstoð

8.700 heimili voru með íbúðalán í vanskilum 2009.
8.700 heimili voru með íbúðalán í vanskilum 2009. mbl.is/Þorkell

Lög um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota fela í sér að hægt er að flytja veð á milli eigna, jafnvel þannig að eign verði yfirveðsett.

Í fjórðu grein laganna segir að ef í ljós kemur að á fasteigninni, sem einstaklingurinn ákveður að halda ekki, hvíla veðbönd fyrir hærri fjárhæð en sem nemur verðmati hennar fái eigendur veðréttindanna kost á að flytja veðin yfir á eignina, sem halda á eftir.

Þetta getur þýtt að eign skuldarans í íbúðinni sem hann heldur eftir verði neikvæð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Fari svo að fasteignaverð hækki að nýju hagnast bankinn á því að eign hans í annarri íbúðinni verður verðmeiri, en lengri tími getur liðið þar til eign skuldarans í heimili sínu verður jákvæð á nýjan leik.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert