Lög um skil á fasteignum, sem tóku gildi um mánaðamótin, samrýmast ekki yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um úrræði til handa heimilum í skuldavanda frá því í mars, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Tilgangur laganna er að aðstoða þá sem eiga tvær fasteignir ætlaðar til heimilisnota og eiga í skuldavanda.
Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar fyrr á árinu átti að gefa þeim sem í þessari stöðu eru færi á því að afskrifa skuldir umfram söluverð á annarri eigninni, en sú sem haldið væri eftir skuldsett í samræmi við greiðslugetu lántakans. Í því samhengi var talað um skuldsetningarhlutfall á bilinu 80-110%. Lögin sem nú hafa tekið gildi kveða hins vegar ekki á um neina hámarksveðsetningu eignarinnar sem haldið er eftir, að því er segir í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.