Ekki meiri gammageislun við sólgosið

Að morgni þess 1. ágúst gaus á sólinni sólblossi í …
Að morgni þess 1. ágúst gaus á sólinni sólblossi í stefnu jarðar. HO

Sólgosið sem varð að morgni 3. ágúst jók ekki við gammageislun á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt frá Geislavörnum ríkisins.  Að morgni þess 3. ágúst varð sólblossi í stefnu jarðar á sólinni með tilheyrandi stormum í segulsviði jarðar, en það ver jarðarbúa fyrir geimgeislun. Mælingar Geislavarna ríkisins og Veðurstofunnar benda ekki til að geimgeislun á Íslandi hafi aukist við þetta.

Jörðin verður sífellt fyrir hlöðnum ögnum sem flestar koma frá sólinni og kallast sólvindur. Hann flæðir ekki stöðugt heldur rís og fellur styrkleiki hans í takt við breytileika á yfirborði sólarinnar. Segulsvið jarðar hlífir yfirborðinu fyrir megninu af þessu streymi með því að bæja ögnum frá. Þó verður yfirborðið stöðugt fyrir geimgeislun og eru þeir hluti af bakgrunnsgeislun sem allir jarðarbúar lifa við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert