Kirkjunni gert að spara um 9%

Kirkjan þarf að spara í rekstri.
Kirkjan þarf að spara í rekstri. mbl.is/Júlíus

Fækk­un pró­fasts­dæma og sala fast­eigna er meðal aðgerða sem auka­kirkjuþing tel­ur koma til greina til að spara í rekstri kirkj­unn­ar, en kirkj­an stend­ur frammi fyr­ir kröfu rík­is­valds­ins um 9% niður­skurð. Kirkj­an vill að miðað verði við 5% niður­skurð.

Á auka­kirkjuþingi í Grens­ás­kirkju dag var samþykkt álykt­un um að fela kirkjuráði ásamt þriggja manna nefnd að ganga til samn­inga við rík­is­valdið um niður­skurðar­kröfu rík­is­ins fyr­ir árið 2011.


Í álykt­un­inni seg­ir að þjóðkirkj­an sé sjálf­stæður lögaðili og grund­velli fjár­hags­legra sam­skipta rík­is og kirkju verði ekki raskað nema með gagn­kvæm­um samn­ing­um sem bæði kirkjuþing og alþingi samþykkja. Þingið vill að í viðræðum við rík­is­valdið verði leit­ast við að samn­ings­bundið og lög­fest end­ur­gjald rík­is­ins til þjóðkirkj­unn­ar sam­kvæmt sam­komu­lagi um kirkjuj­arðir og launa­greiðslur presta og starfs­manna þjóðkirkj­unn­ar frá 10. janú­ar 1997 og samn­ingi um rekstr­ar­kostnað vegna prest­sembætta og pró­fasta, rekstr­ar­kostnað bisk­ups­stofu, fram­lag til kristni­sjóðs og sér­fram­lög til þjóðkirkj­unn­ar, dags. 4. sept­em­ber 1998, skerðist ekki meira en um 5% árið 2011 miðað við greiðslur úr rík­is­sjóði árið 2010. 

Samþykki þjóðkirkj­unn­ar á of­an­greindri 5% skerðingu verði háð því að fjár­hæð sókn­ar­gjalda árið 2011 breyt­ist ekki frá ár­inu 2010 og verði 767 krón­ur á mánuði á hvern gjald­anda 16 ára og eldri.

Auka­kirkjuþing 2010 fel­ur kirkjuráði að halda áfram vinnu við aðgerðaáætl­un vegna niður­skurðar­kröfu rík­is­ins á fjár­lagalið Bisk­ups Íslands 2011, þar sem tekið verið mið af umræðum á þing­inu. Þriggja manna nefnd sem kjör­in var af auka­kirkjuþingi 2010 vinni með kirkjuráði að út­færslu áætl­un­ar­inn­ar í sam­ræmi við niður­stöðu samn­inga við rík­is­valdið. Sparnaðaráætl­un­in komi í heild til um­fjöll­un­ar á kirkjuþingi í haust. Meðal þeirra atriða sem verða til skoðunar eru:

1. End­ur­skipu­lag prestsþjón­ust­unn­ar og stofn­ana þjóðkirkj­unn­ar.
2. Starfs­hlut­fall starfs­manna Bisk­ups­stofu og stofn­ana kirkj­unn­ar lækki og/​eða starfs­fólki fækki.
3. Náms­leyfi verði 10 mánuðir árið 2011 í stað 36 mánaða árið 2009.
4. Fækk­un pró­fasts­dæma
5. Al­menn­ur 10% sparnaður í rekstri embætt­is bisk­ups Íslands. 
6. Sala fast­eigna. 
7. Fram­lag Jöfn­un­ar­sjóðs sókna og kirkju­mála­sjóðs til prestsþjón­ustu, rekstr­ar og stofn­kostnaðar. 
8. Tíma­bund­in lán­taka. 
9. Tekju­öfl­un með þjón­ustu­samn­ing­um.
10. Efl­ing sjálf­boðastarfs í þjóðkirkj­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert