Nota átti bátinn í mynd um Helliseyjarslysið

Breki kominn að höfn í Þorlákshöfn.
Breki kominn að höfn í Þorlákshöfn. mbl.is/Gunnar Már Guðnason

Nota átti bát­inn Storm-Breka, sem var nærri sokk­inn við Þor­láks­höfn í dag, í bíó­mynd um Hellis­eyj­ar­slysið. Komið var með bát­inn til Þor­láks­hafn­ar kl. 18 í dag.

Kl. 15:40 kallaði bát­ur­inn Storm­ur-Breki, sem er 70 tonna tré­bát­ur, og til­kynnti að kom­inn væri leki að bátn­um, sjór í lest, vél­ar­rými og fram­skipi. Bát­ur­inn var þá 8 sjó­míl­ur suður af Her­dís­ar­vík og stefndi til Þor­láks­hafn­ar.  Kallað var eft­ir aðstoð þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar og björg­un­ar­sveita í Grinda­vík, Þor­láks­höfn og Eyr­ar­bakka. Þyrl­an TF-LIF, sem var að koma inn til lend­ing­ar í Reykja­vík, tók um borð dælu og hélt strax áleiðis á staðinn.

Björg­un­ar­skip SL í Grinda­vík Odd­ur V Gísla­son hélt úr höfn með dæl­ur, slökkviliðsmenn og kafara. Lóðsbát­ur­inn í Þor­láks­höfn hélt einnig til móts við bát­inn.  TF-LIF var kom­inn yfir bát­inn kl. 16:25. Stýri­maður þyrlunn­ar seig niður með dælu og hóf þegar að dæla úr bátn­um. Kl. 16:52 upp­lýsti skip­stjóri báts­ins að vél­ar­rúmið sé orðið þurrt. Haldið var áleiðist til Þor­láks­hafn­ar og kl. 17:10 var lóðsbát­ur­inn Ölver kom­inn á staðinn og fylgdi hon­um til Þor­láks­hafn­ar. Bát­arn­ir komu þangað kl. 18:00.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka