Segir fólk vera hrætt við að missa vinnuna

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Fólk sem ekki vildi láta nafns síns getið vegna þess að það er hrætt um að geta misst vinnuna kom þessum upplýsingum til mín.“

Þetta segir Björk Guðmundsdóttir söngkona m.a. í viðtali í Sunnudagsmogganum sem fylgir Morgunblaðinu í dag aðspurð hvað hún hefði fyrir sér í því að Magma Ísland hefði áhuga á að virkja á fimm stöðum á Íslandi.

Björk segir fáránlegt að fólk þurfi að hafa slíkar áhyggjur enda ætti svona lagað að fara fram fyrir opnum tjöldum. Hún segir Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, móðurfélags Magma á Íslandi, ekki hafa neitað því að fyrirtækið hefði áhuga á að auka umsvif sín á Íslandi.

Hann hafi í erlendum miðlum gefið slíkt til kynna og horft til Kínverja í því sambandi en þeir hafi sóst eftir því að fjárfesta í ódýrum orkuauðlindum nú þegar efnahagserfiðleikar séu víða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert