„Íslendingar ættu að taka Færeyinga sér til fyrirmyndar og fríska upp á lýsinguna í Hvalfjarðargöngunum því þau eru frekar dimm og drungaleg.“
Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirkjameistari í Morgunblaðinu í dag, en hann átti nýverið leið um lengstu göng Færeyja, Klakksvíkurgöngin svonefndu á milli Straumeyjar og Norðureyja. Í botni ganganna, sem eru 6,2 km löng, er mikil litadýrð þar sem komið hefur verið fyrir marglitri lýsingu. Um er að ræða listaverk eftir Trond Paturson.