Lögreglan á Selfossi svipti ökumann ökuréttindum sínum í morgun, eftir að hann var gripinn ölvaður undir stýri á Eyrarbakkavegi í morgunsárið. Ökumaðurinn gekk undir próf þegar komið var á lögreglustöðina á Selfossi þar sem kom í ljós að talsvert áfengismagn var í blóði hans.
Ökumaðurinn er kona og hafði verið að neyta áfengis kvöldið áður. Að sögn lögreglu lagði ökumaðurinn of snemma af stað og áhrif áfengisins höfðu enn áhrif. Ekkert athugavert var við aksturslag konunnar en hún var gripin við reglubundið umferðareftirlit lögreglunnar á Selfossi.