Forsætisráðuneytið hefur birt álit lektors í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, sem komst að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að horfa til sömu viðmiða um hæfi einstaklinga í nefnd um lögmæti kaupa Magma Energy Sweden á HS Orku, og ef stjórnsýslulög giltu um meðferð málsins.
Á heimasíðu forsætisráðuneytisins segir, að ráðuneytið hafi birt tilkynningu 3. ágúst sl. um skipun nefndar til að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy Sweden AB á eignarhlutum í HS Orku ehf. og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi. Í kjölfarið hefði ráðuneytinu borist ábendingar um hugsanlegt vanhæfi eins nefndarmanns, Sveins Margeirssonar. Móðir Sveins er systir eiginmanns Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu
Í minnisblaðinu segir, að niðurstaðan sé sú, að ekki hafi verið talið rétt að skipa Svein til setu í nefndinni og hafi verið fallið frá því.
Minnisblað forsætisráðuneytisins