Falsaðir peningar í umferð í Eyjum

Við uppgjör í tveimur verslunum í Vestmannaeyjum eftir þjóðhátíð komu í ljós tveir falsaðir peningar, 1000 króna seðill og 5000. Lögreglan segir að málið sé í rannsókn.  

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, sem birt er á vef eyjafretta.is. Þar kemur einnig fram, að mikið hafi borist af óskilamunum til lögreglu á þjóðhátíðinni, sem þurfti að fara í gegnum til að reyna að finna eigendur þeirra. Þá var mikið hringt inn og spurt um hluti er höfðu glatast.

Vel hefur gengið að koma óskilamununum út og er ekki mikið eftir á lögreglustöðinni.

Dagbók lögreglunnar í Eyjum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka