Kertafleyting við Tjörnina

Talið er að um 2000 manns hafi verið viðstaddir kertafleytinguna …
Talið er að um 2000 manns hafi verið viðstaddir kertafleytinguna í kvöld. mbl.is/Ómar

Áætlað er að um 2000 manns hafi verið viðstaddir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki árið 1945. 

Kertafleytingin hefur verið haldin árlega við Reykjavíkurtjörn frá árinu 1985, ýmist að kvöldi 6. eða 9. ágúst. 

Fleytingin hófst klukkan 22:30 í kvöld og á sama tíma var kertum fleytt á Seyðisfirði, Ísafirði og á Selfossi og jafnvel víðar. Norðlenskir friðarsinnar standa fyrir sinni kertafleytingu á Akureyri fimmtudagskvöldið 12. ágúst kl. 22, við Minjasafnstjörnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert