Neyð í sumarfríi hjálparsamtaka

Margir bíða eftir úthlutun.
Margir bíða eftir úthlutun. mbl.is/Golli

Mikið hefur verið hringt til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands á meðan samtökin eru í sumarfríi. Þau hafa verið í fríi frá byrjun júlí en opnað verður aftur 18. ágúst.

Ragnhildur Guðmundsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd segir að hringingar hafi verið svipaðar og fyrri sumur. 

Ásgerður Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, hafði sömu sögu að segja.

Til að vinna á móti sumarlokunum hjálparstofnana var verkefnið Samverjinn sett á fót en það gekk út á að gefa fólki ókeypis hádegisverð í Sjómannaskólanum. Lauk verkefninu fyrir verslunarmannahelgina. Allt upp í tvö hundruð manns nýttu sér þjónustu Samverjans þegar mest var yfir daginn að sögn Ragnheiðar Guðfinnu Guðnadóttur, verkefnisstjóra Samverjans. Hún segir ljóst að mikil þörf hafi verið fyrir þjónustu sem þessa meðan á sumarlokunum hjálparstofnana stóð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka