Ók út af og kviknaði í

mbl.is/Júlíus

Mjög mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Lögreglumenn urðu vitni að því um klukkan 02:30 þegar bifreið var ekið út af Hafnarfjarðarvegi á móts við Fífuna í Kópavogi með þeim afleiðingum að eldur kom upp í henni. Lögreglumenn náðu slökkva eldinn með handslökkvitæki. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar, en meiðsli þeirra reyndust minniháttar.

Að skoðun lokinni var ökumaður vistaður í fangageymslu þar sem grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með kranabifreið.

Laust eftir miðnætti voru þrír menn handteknir vegna innbrots í Laugardalnum. Að loknum skýrslutökum á lögreglustöð var þeim sleppt en þeir játuðu brot sitt greiðlega. Þeir náðu engu í þessu innbroti.

Um klukkan 01:30 var ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs á Grensásvegi. Í ljós kom að hann var einnig ölvaður, sviptur ökuréttindum og á ótryggðu ökutæki. Ökumaður mun eiga von á hárri sekt fyrir brot sín sem og dómi en hann hefur áður við stöðvaður vegna samskonar brots.

Fáir gista þó fangageymslur lögreglu, að því er fram kemur í tilkynningu þaðan nú í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert