Prófasturinn tekur flugið

mbl.is/Eggert

Lundanum, sem stundum er kallaður prófasturinn og er sagður ljúfastur fugla, fylgir alltaf rómantík. Í ár bregður hins vegar svo við að algjört hrun og viðkomubrestur hefur orðið í lundastofninum í Eyjum og ungar sjást varla.

Svipaða sögu er að segja af öðrum lundaslóðum sunnanlands og austan og við Faxaflóa.

„Það verður saga til næsta bæjar ef bæjarpysja sést í Eyjum í haust,“ segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka