Vissi ekki af áliti Seðlabankans

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagðist í fréttum Sjónvarpsins í kvöld ekki hafa vitað af lögfræðiáliti, sem Seðlabankinn fékk í hendur í maí í fyrra, þegar hann sagði á Alþingi tveimur mánuðum síðar að lögfræðingar viðskiptaráðuneytisins og annars staðar í stjórnsýslunni teldu gengistryggð lán vera lögleg.

Gylfi svaraði fyrirspurn um gengislánin á Alþingi í byrjun júlí árið 2009 og sagði þá að lögfræðingar ráðuneytisins og stjórnsýslunnar teldu að gengistrygging lána væru lögleg. Seðlabankinn fékk hins vegar í hendur lögfræðiálit í maí frá lögmannsstofunni LEX þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri gengistryggja lán í íslenskum krónum. Aðallögfræðingur Seðlabankans tók undir það álit. 

Gylfi sagði í fréttum Sjónvarpsins, að hann hefði ekki vitað af þessum lögfræðiálitum Seðlabankans þegar hann gaf svarið á Alþingi.  Yfirlögfræðingur ráðuneytisins hefði hins vegar haft um þau vitneskju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert