Aldamótabátur til Eyrarbakka

Aldamótaskipið Hreggviður kemur til hafnar á Eyrarbakka í kvöld, í …
Aldamótaskipið Hreggviður kemur til hafnar á Eyrarbakka í kvöld, í fylgd björgunarbátsins Bjargar. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Aldamótaskipið Hreggviður, sem smíðað er 1883, kom til hafnar á Eyrarbakka í kvöld eftir siglingu frá Þorlákshöfn. Báturinn er í eigu Jóns Inga Jónssonar sem gerði bátinn upp fyrir fáeinum árum. Tilefni siglingarinnar er Aldamótahátíðin sem haldin verður á Eyrarbakka um næstu helgi en þar verður báturinn til sýnis.

Siglingin frá Þorlákshöfn tók um tvær klukkustundir og hraðinn um fjórar sjómílur á klukkustund. Með Hreggviði í för var hið nýja björgunarskip Björgunarsveitarinnar Bjargar sem fór sína jómfrúrferð.

 Nánari upplýsingar um aldamótahátíðina má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert